Kokkar keppa í Hörpu

Fimm keppa til úrslita í keppninni Kokkur ársins 2017.
Fimm keppa til úrslita í keppninni Kokkur ársins 2017. Ljósmynd Sigurjón Sigurjónsson

Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu í dag. 

Keppendur sem munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2017.

Víðir Erlingsson, Bláa Lónið, Rúnar Pierre Heriveaux, Grillið Hótel Saga, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm / Strikið, Hafsteinn Ólafsson, Sumac Grill + Drinks og Bjarni Viðar Þorsteinsson, Sjávargrillið, segir í fréttatilkynningu.

„Keppendur elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leyni körfu. Þ.e. keppendur fá að vita deginum áður hvaða hráefni eru í boði og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. 

„Um val sigurvegarans sér fjölskipuð dómnefnd sem fylgir eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkar allan matinn. Yfirdómari er Krister Dahl frá Svíþjóð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýnir sigurvegarann í lok kvölds um kl 23:00,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is