Berar ekki bumbuna

Kylie Jenner er sögð bera barn undir belti.
Kylie Jenner er sögð bera barn undir belti. AFP

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar Kylie Jenner voru heldur betur hissa þegar fregnir bárust af því fyrir helgi að hún væri barnshafandi.

Tímaritið People heldur því fram að Jenner beri stúlku undir belti, og von sé á nýjasta meðlim Kardashian / Jenner fjölskyldunnar í heiminn í febrúar. Þá eru skötuhjúin, Jenner og kærasti hennar rapparinn Travis Scott, sögð himinlifandi þó þau hafi enn ekki staðfest tíðindin við fjölmiðla.

Aðdáendur raunveruleikastjörnunnar ungu hafa fylgst náið með þróun mála á samfélagsmiðlum í von um að sjá bumbumynd bregða fyrir. Enn sem komið er hefur þó engum orðið að ósk sinni, því Jenner hefur ekki berað kviðinn.

Undanfarið hefur stjarnan klæðst fremur víðum klæðnaði, en hún er síður en svo þekkt fyrir að vera feimin og sprangar iðulega um í þröngum og efnislitlum fatnaði.

Vefmiðillinn Daily Mail greindi svo frá því að skötuhjúin hefðu skellt sér út á lífið á laugardaginn, en Scott tróð upp á iHeartRadio-tónlistarhátíðinni. Að sjálfsögðu mætti Jenner á svæðið til að hvetja kærastann dáða, og klæddist víðum stuttermabol sem huldi kvið hennar.

mornings :)

A post shared by Kylie (@kyliejenner) on Sep 24, 2017 at 11:42am PDT

Jenner klæddist víðum bol þegar hún skellti sér á tónleika ...
Jenner klæddist víðum bol þegar hún skellti sér á tónleika um helgina. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is