Scott Disick og Sofia Richie í eina sæng

Scott Disick og Sofia Richie eru sögð vera nýjasta parið.
Scott Disick og Sofia Richie eru sögð vera nýjasta parið. Skjáskot / Mirror

Raunveruleikastjarnan Scott Disick, sem helst hefur unnið sér það til frægðar að vera barnsfaðir Kourtney Kardashian, og ungstirnið Sofia Richie eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood.

Skötuhjúin staðfestu samband sitt í síðustu viku, að því er fram kemur í frétt Mirror, en þau sáust í innilegum atlotum á ströndinni í Miami.

Talsverður aldursmunur er á parinu, en Disick er 34 ára gamall þriggja barna faðir. Þá er Richie, sem eitt sinn var orðuð við popparann Justin Bieber, aðeins 19 ára gömul.

Reyndar voru Bieber og fyrrverandi spúsa Disicks, Kourtney Kardashian, einnig lengi vel talin vera að slá sér upp.

mbl.is