Salvador Sobral á gjörgæslu

Salvador Sobral syngur lag systur sinnar Amar Pelos Dois.
Salvador Sobral syngur lag systur sinnar Amar Pelos Dois. AFP

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral, sem fór með sigur af hólmi í Eurovision í vor, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Lissabon þar sem hann bíður þess að fá nýtt hjarta. Þetta kemur fram í Metro.

Samkvæmt ElMundo varSobral lagður inn í síðustu viku í kjölfar þess að hafa aflýst fjölda tónleika vegna heilsubrests. Nokkrum dögum áður hafði söngvarinn, sem er 27 ára gamall, brostið í grát á tónleikum í Estoril en um kveðjutónleika hans var að ræða. Þar kom hann fram ásamt systur sinni, Luisa, og fluttu þau meðal annars sigurlag Eurovision, Amar Pelos Dois, sem skilaði Portúgal sigri í Eurovision-keppninni í fyrsta sinn.

Portúgalinn Salvador Sobral stóð uppi sem sigurvegari í Eurovision í …
Portúgalinn Salvador Sobral stóð uppi sem sigurvegari í Eurovision í vor. AFP

Síðan þá hefur heilsu hans hrakað hratt og því komið að þeim tímapunkti að hann verður að fá nýtt hjarta fljótlega ef hann á að lifa af. Enn hefur ekki fundist réttur líffæragjafi. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler