Lady Gaga þjökuð af verkjum

Lady Gaga hefur frestað tónleikum sínum í Evrópu, en hún …
Lady Gaga hefur frestað tónleikum sínum í Evrópu, en hún þjáist af vefjagigt. AFP

Heimildamynd um Lady Gaga var nýverið tekin til sýninga á Netflix. Þar fjallar söngkonan á opinskáan hátt um baráttu sína við vefjagigt, en undanfarin ár hefur hún þjáðst af miklum verkjum vegna sjúkdómsins. Þá þurfti hún að aflýsa fyrirhuguðu tónleikaferðalagi sökum veikindanna.

Frétt mbl.is: Neyðist til þess að fresta tónleikum

Lady Gaga á þó góða að en poppdrottningin sjálf, Beyoncé Knowles, sendi henni pakka og heillaskeyti á dögunum. Lady Gaga, sem heitir réttu nafni Stefani Germanotta, var að vonum hæstánægð með hugulsemi Beyoncé.

„Er ekki að upplifa góðan dag, hvað verki varðar. Takk elsku B fyrir að senda mér þessa þægilegu íþróttapeysu. Hún heldur á mér hita hér úti í hengirúminu þannig að ég get verið meðal trjánna, himinsins og sólarinnar þar sem ég get dregið djúpt andann. Mér finnst ég svo lánsöm að upplifa svona mikla ást,“ skrifaði söngkonan við færslu á Instagram.

Lady Gaga greindi einnig frá því í heimildamyndinni að hún óttaðist að geta ekki eignast börn í framtíðinni, sökum sjúkdómsins. Hún er þó hvergi af baki dottin, og hyggst halda í tónleikaferðalag í byrjun næsta árs.

Frétt mbl.is: Óttast að geta ekki eignast börn

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant