Bjarni plankar í vinnunni

Bjarni Benediktsson hugsar vel um heilsuna.
Bjarni Benediktsson hugsar vel um heilsuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson ætlar greinilega að ganga til kosninga í góðu formi en hann hefur meðal annars nýtt tímann í vinnunni og plankað. 

Svanhildur Hólm aðstoðarmaður Bjarna birti mynd af honum á Instagram og segir að Kristín, ritari ráðherra, sé að reyna koma öllum starfsmönnum ráðuneytisins í form með daglegum plankaæfingum.

Plankinn er frábær leið til þess að styrkja líkamann. Nú er bara spurningin hvort að æfingin styrkir stöðu Bjarna í pólitíkinni. 

mbl.is