Framsóknarkona toppar Bjarna og Áslaugu

Sæbjörg með Framsóknarkökuna.
Sæbjörg með Framsóknarkökuna. skjáskot/Facebook

Sæbjörg Erlingsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hefur bæst í þann hóp stjórnmálamanna sem hafa sýnt að þeir kunni að skreyta kökur. 

Sæbjörg getur ekki bara bakað heldur getur hún líka sungið og samdi hún texta við lag sem fjallar um að baka. 

Í stað þess að nota sykurmassa í kökuskreytingarnar eins og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sérhæft sig í notaði Sæbjörg Kit Kat og M&M. Kakan er táknræn hjá Sæbjörgu þar sem mismunandi lítir nammisins tákna að Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að vinna með öllum flokkum. 

mbl.is