Óléttukúlan varla sjáanleg

Katrín hertogaynja mætti á sinn fyrsta opinbera viðburð síðan í ...
Katrín hertogaynja mætti á sinn fyrsta opinbera viðburð síðan í lok ágúst. mbl.is/AFP

Katrín hertogaynja frumsýndi smáa óléttukúluna þegar hún mætti á sinn fyrsta opinbera viðburð síðan 30. ágúst.

Hertogaynjan þjáist af mikilli ógleði og hefur þurft að halda sig heima veikindanna vegna. Hún gerði þó undantekningu á því þegar alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum var fagnað í Buckingham-höll í gær, þriðjudag. 

Í byrjun september var tilkynnt um að þau Katrín og Vilhjálmur Bretaprins ættu von á sínu þriðja barni. Tilkynningin kom mun fyrr en áætlað var vegna veikinda hertogaynjunnar en því er haldið fram að hún sé ekki einu sinni komin 12 vikur á leið og útskýrir það væntanlega smæð kúlunnar. 

Hér sést glitta í litlu kúluna.
Hér sést glitta í litlu kúluna. mbl.is/AFP
mbl.is