Segir Oliver hafa niðurlægt eiginkonu sína

Gordon Ramsey er brjálaður út í Jamie Oliver.
Gordon Ramsey er brjálaður út í Jamie Oliver.

Stjörnukokkarnir Jamie Oliver og Gordon Ramsey eru þekktir fyrir að vera allt annað en góðir vinir. Nú segir Ramsey að hann muni ekki tala við Oliver fyrr en hann biðji eiginkonu sína, Tönu Ramsey, afsökunar

Ástæða þess að Ramsey er sár fyrir hönd eiginkonu sinnar er sú að Oliver ku hafa sagt í viðtali að Ramsey ætti fjögur börn en sjálfur ætti hann fimm. Ramsey segir að eiginkona sín hafi verið virkilega niðurlægð með þessum ummælum en Tana missti fóstur sumarið 2016 eftir að hafa verið komin fimm mánuði á leið. 

Oliver til varnar getur verið að Ramsey-hjónin hafi eitthvað tekið ummæli Olivers úr samhengi þar sem að hann mun hafa verið að meina að þeir ættu ekki að vera rífast þar sem þeir ættu fjölskyldu. Ramsey ætti fjögur börn og hann ætti fimm. Það virðist því vera langt þangað til stjörnukokkarnir bjóði hvor öðrum í mat. 

Jamie Oliver.
Jamie Oliver. mbl.is/AFP
mbl.is