Sjálfudrottning dæmir sjálfur úr leik

Kim Kardashian er komin af sjálfuskeiðinu.
Kim Kardashian er komin af sjálfuskeiðinu.

Raunveruleikastjarnan og sjálfsmyndadrottningin Kim Kardashian vill meina að sjálfur séu dottnar úr tísku. Þessar mikilvægu upplýsingar koma fram í þætti af Keeping Up With The Kardashians. 

Ef Instagram-reikningur Kardashian er skoðaðar nokkuð aftur í tímann sést að það er langt síðan að stjarnan hefur birt sjálfsmynd af sér. Nú eru einungis að finna vel framleiddar og uppsettar myndir sem eru teknar af einhverjum öðrum henni sjálfri. 

Stjarnan var beðin um að velja á milli þess að birta sjálfu af sér eða senda Snapchat og valdi hún Snapchat. Taldi hún jafnframt að sjálfumyndir væru eitthvað sem hefði verið í tísku fyrir nokkrum árum. 

Þegar sjálf Kim Kardashian dæmir sjálfur úr leik verður maður þá ekki að taka mark á því?

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is