Lét fjarlægja eggjastokkana

Christina Applegate vill skiljanlega komast hjá því að fá krabbamein ...
Christina Applegate vill skiljanlega komast hjá því að fá krabbamein aftur. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Christina Applegate lét fjarlægja eggjastokkana og eggjaleiðara til þess að koma í veg fyrir að hún fengi krabbamein aftur en leikkonan greindist með brjóstakrabbamein árið 2008. 

Applegate greindi frá þessu í viðtali við Today. „Fyrir tveimur vikum lék ég fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara,“ sagði Applegate en frænka hennar dó vegna krabbameins í eggjastokkum. Leikkonan vildi koma í veg fyrir að slíkt kæmi fyrir sig og segir hún að aðgerðin hafi verið léttir. 

Applegate er ekki eina leikkonan í Hollywood sem hefur látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara en Angleina Jolie gerði slíkt hið sama. Árið 2015 greindi Jolie frá því að hún hefði látið fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara sína vegna ótta við að fá krabbamein. 

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. mbl.is/AFP
mbl.is