Vaknaði við að hann var að taka hana upp

Blake Lively hefur fengið sinn skammt af skuggahlið Hollywood.
Blake Lively hefur fengið sinn skammt af skuggahlið Hollywood. mbl.is/AFP

Leikkonan Blake Lively greindi frá því að að förðunarfræðingur á setti hafi talað við hana á óæskilegan hátt og tók hana upp í leyfisleysi. Saga Lively kemur um leið og fjölmargar stjörnur hafa tjáð sig um hvernig kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein áreitti þær kynferðislega. 

LA Times greinir frá því að þrátt fyrir að Lively hafa kvartað yfir framkomu mannsins í þrjá mánuði við framleiðendur gerðu þeir ekkert. Hún fór þá til lögfræðings og hætti maðurinn í kjölfarið að vinna að verkefninu en ekkert hafi verið gert til þess að raunverulega refsa honum. Þvert á móti fékk hann meðmælabréf frá framleiðslustjóranum. 

„Hann var að segja hluti á ósæmilegan hátt, krafðist þess að setja varalitinn á mig með fingrunum. Ég var sofandi eina nóttina á tökustað og vaknaði við það að hann var að taka mig upp,“ sagði Lively og bendir á að þessi gluggagægisathöfn hafi verið ógnvekjandi þrátt fyrir að hún hafi verið klædd. 



Blake Lively ásamt eiginmanni sínum Ryan Rynolds.
Blake Lively ásamt eiginmanni sínum Ryan Rynolds. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson