Líður vel í kringum fíkla

Russell Brand er á töluvert betri stað í lífinu núna ...
Russell Brand er á töluvert betri stað í lífinu núna en fyrir 15 árum. mbl.is/AFP

Þrátt fyrir að grínistinn og leikarinn Russell Brand hafi hætt að misnota eiturlyf og áfengi fyrir 15 árum er hann ekki hættur að umgangast fíkla og segist líða vel í kringum þá. 

Samkvæmt Daily Mail segir Brand vera rólegri í kringum fíkla en flest annað fólk. „Allt sem er of fínt og ég byrja að vera smá óöruggur,“ sagði Brand í nýlegu viðtali. 

Brand sem neytti meðal annars heróíns tók til í sínum málum árið 2002. Á meðan hann var í neyslu lenti hann mörgum sinnum í kast við lögin. Komst það meðal annars í fréttir þegar lögreglan handtók hann fyrir að bera sig á mótmælum í miðborg Lundúna. 

Brand viðurkennir það einmitt í viðtalinu að hafa lent í útistöðum við lögregluna auk þess að hafa glímt við heilsufarleg vandamál. „Síðasta árið sem ég neytti heróíns var ég oft handtekinn,“ sagði Brand. 

Russell Brand.
Russell Brand. mbl.is/AFP
mbl.is