Varð fyrir kynferðislegu ofbeldi níu ára

America Ferrera var ung þegar hún varð fyrir sinni fyrstu ...
America Ferrera var ung þegar hún varð fyrir sinni fyrstu kynferðislegu áreitni. mbl.is/AFP

Enn fleiri konur stigu fram í gær, mánudag eftir að #Meetoo bylgjan fór af stað í gær á samfélagsmiðlum og sögðu frá reynslu sinni af kynferðislegri ofbeldi og áreitni. Ugly Betty-leikkonan America Ferrera varð fyrir kynferðislegu ofbledi þegar hún var aðeins níu ára. 

„Ég sagði engum og bjó með skömminni og sektarkenndinni hugsandi allan tíman að ég, níu ára barn, væri á einhvern hátt ábyrgð fyrir gjörðum fullorðins manns,“ skrifaði leikkonan sem þurfti að sjá manninn brosa og heilsa sér nærri daglega á næstu árin. 

#metoo

A post shared by America Ferrera (@americaferrera) on Oct 16, 2017 at 6:52pm PDT

mbl.is