Of feit eða fullkomlega ríðuleg

Jennifer Lawrence talaði á viðburðinum Konur í Hollywood sem Elle ...
Jennifer Lawrence talaði á viðburðinum Konur í Hollywood sem Elle stóð fyrir. mbl.is/AFP

Á viðburðinum Konur í Hollywood á vegum ELLE sagði leikkonan Jennifer Lawrence frá niðulægjandi atviki sem átti sér stað fyrir nokkrum árum. Framleiðandi lét hana stilla sér upp naktri og hvatti hana síðan til þess að fara í megrun. 

Lawrence átti að standa í línu ásamt nokkrum konum sem voru mun grennri en hún. Konurnar voru naktar og búið að líma yfir kynfærin. „Kvenkyns framleiðandinn sagði mér að ég ætti að nota nakta myndina af mér sem hvatningu til þess að fara í megrun,“ sagði Lawrence en fyrir þetta hefði ein leikkona verið rekin fyrir að grennast ekki nógu hratt. 

Lawrence tók illa í þetta og talaði við annan framleiðanda. „Hann svaraði með því að segja mér að hann vissi ekki af hverju öllum þætti ég feit, honum fannst ég fullkomlega ríðuleg.“

Lawrence fannst eins og hún væri í gildru, eins og þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að sætta sig við til þess að koma sér áfram. Eftir að hún fékk hins vegar hlutverk í Hungurleikamyndunum þurfti hún ekki að sætta sig svona atvik, hún var orðin það fræg og vinsæl og fékk því ákveðið neitunarvald. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP
mbl.is