68 ára og á von á barni

Billy Joel lætur ekki aldurinn á sig fá.
Billy Joel lætur ekki aldurinn á sig fá. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Billy Joel á von á sínu þriðja barni 68 ára að aldri með eignkonu sinni Alexis Roderick. Roderick er töluvert nær elstu dóttur Joel í aldri en eiginmanni sínum. 

Hello greinir frá því að Joel og Roderick eigi hina tveggja ára gömlu Dellu Rose og því veit eldri borgarinn vel hvað hann er að fara út í. Fyrir átti Joel dótturina Alexu Ray Jeol með fyrirsætunni Christie Brinkley en hún er að verða 32 ára. 

Roderick sem er fyrrverandi ráðgjafi hjá Morgan Stanely gekk að eiga Joel árið 2015 þá 33 ára gömul. 

Billy Joel á von á barni með eiginkonu sinni Alexis ...
Billy Joel á von á barni með eiginkonu sinni Alexis Roderick. skjáskot/Instagram
mbl.is