Sendiherrann með allt niðrum sig

Leikritið Risaeðlurnar eftir Ragnar Bragason verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Mikil spenna er fyrir verkinu en með aðalhlutverk fara Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson sem leika sendiherrahjón.

Verkið fjallar um unga íslenska listakonu og sambýlismann hennar sem þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja

Risaeðlurnar eru nístandi gamanleikur þar sem fortíð, nútíð og framtíð þjóðar mætast en verkið er lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags.

Birgitta Birgisdóttir og Hallgrímur Ólafsson fara einnig með hlutverk í sýningunni ásamt Guðjóni Davíð Karlssyni og Maríu Thelmu Smáradóttur sem þreytir frumraun sína á sviði Þjóðleikhússins í hlutverki húshjálparinnar.

Fyrri leiksýningar höfundar, Gullregn og Óskasteinar, slógu í gegn á sínum tíma og hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson