Stressið farið og flogaveikin líka

Melanie Griffith var undir miklu álagi og kom það niður …
Melanie Griffith var undir miklu álagi og kom það niður á heilsunni. mbl.is/AFP

Leikkonan Melanie Griffith opnaði sig um flogaveiki sem hún var greind með á málþingi kvenna um málefni heilans. Griffith fór nýlega aftur í rannsókn þar sem ekki var hægt að sjá það á heilanum að hún væri flogaveik. Segir hún að ástæðan fyrir krömpunum og greiningunni hafi verið stress.

„Öll flog sem ég fékk komu á þeim tíma sem ég var mjög stressuð,“ sagði Griffith. Hollywood Reporter greinir fá því leikkonan hafi meðal annars fengið stór krampaköst á báti rétt fyrir utan Cannes. Griffith fór á spítala í Frakklandi en það var ekki fyrr en hún kom aftur til Bandaríkjanna sem hún var greind með flogaveiki. 

Á þessum tíma var Griffith gift leikaranum Antonio Banderas en hún segir að skilnaðurinn við hann hafi hjálpað henni að ná jafnvægi. Hjónin tilkynntu skilnað sinn árið 2014 eftir 18 ára hjónaband. „Ég var greind með flogaveiki en enginn hafði sagt neitt við mig á yfir 20 ára tímabili, enginn veitti þessu nógu mikla athygli til þess að greina mig,“ sagði Griffith á málþinginu um krampaköstin. 

Melanie Griffith ásamt leikkonunni Goldie Hawn.
Melanie Griffith ásamt leikkonunni Goldie Hawn. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant