Komin með nýja eftir 22 ára hjónaband

Ewan McGregor er komin með nýja konu upp á arminn.
Ewan McGregor er komin með nýja konu upp á arminn. mbl.is/Cover Media

Trainspotting-leikarinn Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead leika ekki bara elskhuga í Fargo-þáttunum. Samkvæmt myndum sem The Sun birti virðast þau vera elskhugar í alvörunni en stjörnurnar sáust kyssast og láta vel að hvort öðru á veitingastað í London. 

McGregor hefur verið giftur Eve Mavrakis í 22 ár en samkvæmt People hættu þau saman í maí án þess að opinbera það. Hinn 46 ára McGregor og 51 árs gamla Mavrakis eiga saman fjórar dætur. 

Winstead er nokkrum árum yngri en McGregor en hún verður 33 ára seinna á árinu. Hún er einnig nýskilin en hún skildi við eiginmann sinn, leikstjórann Riley Stearns, á þessu ári. 

Mary Elizabeth Winstead.
Mary Elizabeth Winstead. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í eðli þínu að taka áhættu. Einnig ertu liðtæk/ur í því að eyða fjármunum. Innsæi þitt hefur oft reynst hjálplegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Patricia Gibney
5
Laila Brenden