Sækja kirkju saman í tilhugalífinu

Justin Bieber og Selena Gomez þegar allt lék í lyndi ...
Justin Bieber og Selena Gomez þegar allt lék í lyndi árið 2011. mbl.is/Cover Media

Hvort sem tónlistarfólkið Selena Gomez og Justin Bieber er að endurnýja ást sína eða bara vináttu virðast þau velja öðruvísi staði en flest annað fólk í sömu aðstæðum. Stjörnurnar hafa sést mikið í kirkju og messum í Los Angeles. 

People greinir frá því að á laugardaginn fóru þau ekki bara einu sinni í Hillsong-kirkjuna heldur tvisvar og á föstudaginn fóru þau bæði á kirkjuviðburð í Microsoft-leikhúsinu. Eftir viðburðinn borðuðu þau á steikhúsi eftir lokun svo þau gætu verið ein á staðnum.

Gomez hætti með tónlistarmanninum The Weeknd fyrir stuttu og síðan þá hafa þau Bieber eytt miklum tíma saman. Heimildamaður segir að Bieber bíði nú eftir að Gomez tilkynni sér að þau séu byrjuð saman. Stjörnurnar voru sundur og saman á árunum 2011 til 2015. 

Justin Bieber.
Justin Bieber. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina