Allir um borð í Eurovision-lestina

Portúgalar bjóða öllum um borð í Eurovision-lestina á næsta ári.
Portúgalar bjóða öllum um borð í Eurovision-lestina á næsta ári. Ljósmynd/Eurovision.tv

42 lönd munu taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer í Lissabon í maí á næsta ári.

Tilkynnt var um þátttökulöndin 42 á blaðamannafundi í dag, auk þess sem þema og einkennismerki keppninnar næsta ár var kynnt. Yfirskrift keppninnar næsta ár er: All aboard! eða: Allir um borð!

Rússar munu taka Portúgala á orðinu og ætla að hoppa aftur um borð í Eurovision-lestina, eftir að hafa dregið sig úr keppni í fyrra þegar Söngvakeppnin fór fram í Úkraínu. Þá mun Ástralía halda þátttöku sinni áfram, en þetta verður fjórða árið í röð sem Ástralar taka þátt.

Keppnin fer fram í Portúgal í fyrsta skipti, en látlaus og einlæg frammistaða hins hjartveika Salvador Sobral heillaði Evrópubúa í keppninni í fyrra og fór hann með sigur af hólmi.

Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral heillaði Evrópubúa í keppninni í fyrra.
Portúgalski söngvarinn Salvador Sobral heillaði Evrópubúa í keppninni í fyrra. AFP

Þemað í keppninni sækir innblástur til hafsins og verður einkennismerki Eurovision 2018 í 12 útgáfum þar sem mismunandi verur hafsins prýða hvert merki. Í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar kemur fram að Portúgalar vilja þannig leggja áherslu á fjölbreytileika keppninnar.

Einkennismerki keppninnar árið 2018 eru 12 talsins. Fá þau kannski …
Einkennismerki keppninnar árið 2018 eru 12 talsins. Fá þau kannski 12 stig? Ljósmynd/Eurovision.tv

Fyrra undanúrslitakvöldið fer fram í Lissabon þriðjudaginn 8. maí og hið síðara fimmtudaginn 10. maí. Úrslitakvöldið fer svo fram laugardagskvöldið 12. maí.

Undirbúningur hér heima er nú þegar hafinn og frestur til að senda lag inn í forkeppnina rann út 20. október. Framlag Íslands verður svo valið 3. mars 2018 og mun úrslitakvöldið fara fram í Laugardalshöll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson