Renndi niður leðurbuxnaklaufinni

Steven Seagal sem klæðist hér svörtu er ekki saklaus af ...
Steven Seagal sem klæðist hér svörtu er ekki saklaus af ósæmilegri hegðun. AFP

Leikkonan Portia de Rossi greindi í gær frá ósæmilegri hegðun leikarans Steven Seagal en áður hafði Bráðavaktarstjarnan Julianna Margulies lýst því þegar Seagal tók á móti henni með byssu á hótelherbergi. 

De Rossi greindi frá því á Twitter að atvikið hefði átt sér stað á skrifstofu Seagal þar sem hún var í prufu fyrir mynd hans. þegar hann útskýrði fyrir henni hversu mikilvægt væri að leikarar tengdust líka bak við myndavélina lét hann hana setjast niður og renndi niður buxnaklaufnni á leðurbuxunum sínum.

„Ég hljóp út og hringdi í umboðsmann minn,“ sagði de Rossi. „Nú, ég vissi ekki að hann væri þín týpa,“ svaraði umboðsmaðurinn. 

Portia de Rossi.
Portia de Rossi. mbl.is/AFP
Julianna Margulies.
Julianna Margulies. mbl.is/AFP
mbl.is