Danny Brown og Nadia Rose á Sónar

Nadia Rose.
Nadia Rose. Sónar

Bandaríski rapparinn Danny Brown og Nadia Rose frá London eru meðal þeirra sem staðfest er að komi fram á Sónar Reykjavík-hátíðinni í mars á næsta ári.

Meðal innlendra listamanna sem nú eru kynntir til leiks er Bjarki sem fyrst kom fram í bílakjallara hátíðarinnar fyrir tveimur árum og hefur síðan troðfyllt tónlistarhús og hátíðarsvið um heim allan, samkvæmt fréttatilkynningu frá Sónar. Hann kemur að þessu sinni fram á öðru af stóru sviðunum í Hörpu. 

Bjarki.
Bjarki. Sónar

Sónar Reykjavik fer fram í Hörpu dagana 16. og 17. mars 2018. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hljómsveita og listamanna á hátíðinni á fjórum sviðum, m.a. í sitjandi umhverfi Kaldalóns og bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. 

Listamenn sem nú eru kynntir til leiks eru:

 • Danny Brown 
 • Nadia Rose 
 • Bjarki 
 • Jlin 
 • Lena Willikens 
 • Högni 
 • Cassy b2b Yamaho 
 • Bad Gyal 
 • Volruptus 
 • JóiPé x Króli 
 • Eva808

Miðasala á hátíðina er hafin og fer fram á midi.is. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðastliðin þrjú ár.

Danny Brown.
Danny Brown. Sónar

„Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Auk Sónar Festival í Barcelona fara Sónar-hátíðir einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Santiago de Chile, Buenos Aires, Bogóta og Reykjavík. Sónar fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári og er fyrsti viðkomustaður hátíðarhaldanna fyrsta Sónar-hátíð árins; Sónar Reykjavík,“ segir í fréttatilkynningu.

Sónar Reykjavik

mbl.is