Fimm konur saka Louis C.K. um áreitni

Louis C.K. er einn af fjölmörgum mönnum í skemmtanabransanum í ...
Louis C.K. er einn af fjölmörgum mönnum í skemmtanabransanum í Bandaríkjunum sem verður uppvís af ósæmilegri hegðun. mbl.is/AFP

Fimm konur saka grínistann Louis C.K. um að fróa sér fyrir framan þær, á meðan símtali stendur eða biðja um að fá að fróa sér fyrir framan þær, segir í grein New York Times.  Louis C.K. er þekktur grínisti og naut meðal annars mikilla vinsælda sem Louie í samnefndum þáttum. 

Dana Min Goodman og Julia Wolov voru upprennandi uppistandarar árið 2002 þegar C.K. bauð þeim upp á hótelherbergi. Þær þáðu boðið enda héldu þær upp á hann. Um leið og þær settust niður spurði hann hvort hann mætti taka typpi sitt úr buxunum, konurnar héldu að hann væri að grínast. Svo var ekki og það endaði með því að hann fór úr öllum fötunum og byrjaði að fróa sér. 

Árið 2003 hringdi Abby Scachner í C.K. til að bjóða honum á sýningu sína og meðan símtalinu stóð heyrði hún hann fróa sér. Nokkrum árum seinna sendi C.K. þó Scachner afsökunarbeiðni á Facebook. 

Rebecca Corry er annar uppistandari sem C.K. bað um að fá að fróa sér fyrir framan. Corry og Schachner áttu bæði að vera í prufuþætti fyrir sjónvarpsþátt árið 2005. Leikkonan Courtney Cox og framleiðandinn David Arquette sem framleiddu þættina staðfestu sögu Corry. 

Fimmta konan sem vildi ekki láta nafns síns getið vegna fjölskyldu sinnar sagði C.K. hafa beðið hana um að fá að fróa sér fyrir framan hana seint á tíunda áratug síðustu aldar. Hún var rétt rúmlega tvítug og lét til leiðast þótt hún vissi að það væri rangt. 

Orðrómur um athæfi Louis C.K. hafði verið á sveimi áður en þessar konur stigu fram. Fjölmiðlafulltrúi C.K. sagði að C.K. myndi ekki svara neinum spurningum varðandi þetta. Athygli vekur að sjálfsfróun kemur fyrir í öllum þessum atvikum en New York Times segir að sjálfsfróun leiki stórt hlutverk í gríni C.K. 

Louis C.K.
Louis C.K. mbl.is/AFP
mbl.is