Á pinnahælum á hlaupabrettinu

Victoria Beckham er þaulvön hlaupabrettinu og fer létt með að ...
Victoria Beckham er þaulvön hlaupabrettinu og fer létt með að hlaupa á hælum. mbl.is/AFP

Victoria Beckham birti mynd af sér á Instagram á hlaupabretti. Það er ekki frásögufærandi fyrir utan það að fatahönnuðurinn var í síðkjól og hælum. 

Það verður þó að teljast ólíklegt að þetta sé staðalbúnaður Beckham á hlaupabrettinu enda er hún þekkt fyrir hlaupaáhuga sinn. Myndin var heldur ekki tekin heima hjá Beckham-hjónunum heldur í verslun Reebok en fatahönnuðurinn og íþróttamerkið eru að hefja samstarf. 

Hvort tískudrottningin ætli sér að hanna íþróttaskó á hælum eða hefðbundinn íþróttafatnað er ekki nákvæmlega vitað. 

Morning run! x VB #ReebokxVictoriaBeckham

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Nov 9, 2017 at 4:01am PST

mbl.is