Trúlofunin þarf að bíða

Ed Westwick virðist ætla fresta fyrirhugaðri trúlofun.
Ed Westwick virðist ætla fresta fyrirhugaðri trúlofun. mbl.is/AFP

Leikarinn Ed Westwick ætlaði að biðja kærustu sinnar Jessixu Serfaty en einhver bið verður víst á því enda stigu tvær leikkonur fram í vikunni og sökuðu hann um nauðgun. 

Heimildamaður People segir að skötuhjúin hafi verið að skoða trúlofunarhringa í París fyrir nokkrum vikum. Heimildamaðurinn segir að það sé nú komið í biðstöðu þrátt fyrir að parið sé enn saman. 

Serfaty er 26 ára gömul leikkona og fyrirsæta og öðlaðist frægð sem keppandi í raunveruleikaþáttunum America's Next Top Model. Hún hefur meðal annars verið tengd við tónlistarmennina Joe Jonas og Niall Horan. 

Leikkonurnar Kristina Cohen og Aurélie Wynn sökuðu Gossip Girl-stjörnuna um nauðgun en hann hefur neitað báðum ásökunum. Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú Westwick eftir að Cohen lagði fram kæru. 

Havin’ their fling again, younger than spring again. @edwestwick

A post shared by Jessica Michél Serfaty (@jessicamichel) on Oct 24, 2017 at 5:21pm PDTmbl.is