Hugarró að vera í kór

Sigurlaug Ingvarsdóttir og Gísli Magna tónlistarstjóri Léttsveitar Reykjavíkur.
Sigurlaug Ingvarsdóttir og Gísli Magna tónlistarstjóri Léttsveitar Reykjavíkur. Mynd / Magasínið

Það er orðin hefð hjá einum stærsta kvennakór landsins að halda jólatónleika. Um 120 konur, sem skipa Léttsveit Reykjavíkur, koma saman í Langholtskirkju 2. desember. Tónleikarnir verða tvennir.

Gísli Magna tónlistarstjóri og Sigurlaug Ingvarsdóttir ræddu málið í Magasíninu á K100. Þau segja það forréttindi að vera í kór.

Viðtalið við þau má nálgast hér að neðan. Þar fer Gísli Magna einnig yfir störf sín sem tónlistarstjóri í þáttunum Kórum Íslands, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 að undanförnu. 

Hvati þáttastjórnandi í Magasíninu hér með tónlistarstjóra Kóra Íslands Gísla ...
Hvati þáttastjórnandi í Magasíninu hér með tónlistarstjóra Kóra Íslands Gísla Magna, en Hvati kom fram í þáttunum ásamt félögum sínum í Karlakór Vestmannaeyja. Mynd/ Magasínið
mbl.is