Lítur á sjálfa sig sem ekkju

Michelle Dockery missti unnusta sinn fyrir tveimur árum.
Michelle Dockery missti unnusta sinn fyrir tveimur árum. mbl.is/AFP

Downton Abbey-stjarnan Michelle Dockery lék ekki bara ekkju í bresku dramaþáttunum heldur missti hún sjálf unnusta sinn úr krabbameini í desember árið 2015. Hún lítur á sjálfa sig sem ekkju. 

Dockery hafði verið trúlofuð almannatengslastjórnandanum John Dineen í ár þegar hann dó úr krabbameini fyrir tæpum tveimur árum aðeins 34 ára. Í viðtali við The Guardian brotnaði hún saman áður en hún gat sagt frá því að hún hafði aldrei verið jafnskuldbundin neinum í lífi sínu eins og unnusta sínum. 

Dockery segist aldrei hafa misst vonina þrátt fyrir að batahorfurnar hafi ekki verið góðar. „Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að John hafi aldrei kvartað, aldrei, ekki einu sinni og það gaf okkur styrk,“ sagði Dockery sem hélt veikindum unnustans leyndum.

Leikkonan segist líta á sjálfa sig sem ekkju. „Við vorum trúlofuð og gift innst inni svo ég tel mig vera ekkju,“ sagði hún. 

Michelle Dockery í hlutverki Lady Mary Crawley.
Michelle Dockery í hlutverki Lady Mary Crawley. Stilla úr Downton Abbey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson