Elti Chris Martin til Argentínu

Dakota Johnson er orðuð við Chris Martin.
Dakota Johnson er orðuð við Chris Martin. mbl.is/AFP

Fifty Shades of Grey-leikkonan Dakota Johnson fylgdist með tónleikum Coldplay í Argentínu á dögunum. Svo virðist sem leikkonan hafi sérstaklega verið að fylgjast með Chris Martin, forsprakka sveitarinnar. 

Mynd birtist af Johnson á tónleikunum á Twitter en hún fékk að fylgjast með af starfsmannasvæði. People greinir jafnframt frá því að Johnson, sem er 28 ára, og hinn fertugi Martin hafi sést saman á sushistefnumóti í Los Angeles um miðjan október.

Ekki er vitað hvort þau Johnson og Martin eiga í ástarsambandi eða Johnson sé einfaldlega eldheitur aðdáandi tónlistarmannsins. Martin, sem var síðast kenndur við bresku leikkonuna Annabelle Wallis, skildi við leikkonuna Gwyneth Paltrow árið 2014 en saman eiga þau tvö börn. 

Chris Martin.
Chris Martin. mbl.is/AFP
mbl.is