Erfiðara eignast barn með hjálp staðgöngumóður

Kanye West og Kim Kardashian eiga von á sínu þriðja ...
Kanye West og Kim Kardashian eiga von á sínu þriðja barni. mbl.is/AFP

Kim Kardashian á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Kanye West. Í þetta sinn þurftu þau að nýta sér hjálp staðgöngumóður og segir hún það allt annað en auðvelt. 

Raunveruleikastjarnan gekk sjálf með börnin sín tvö en læknar ráðlögðu henni frá því að gera það aftur. Hún þekkir því báðar hliðar og sagði í viðtali við ET að þetta væri mun erfiðara. „Allir þeir sem segja eða halda að þetta sé bara auðvelda leiðin hafa rangt fyrir sér. Mér finnst mun erfiðara að fara í gegnum þetta á þennan hátt af því að þú hefur enga stjórn,“

Kardashian segist hafa hatað að vera ólétt sjálf og hélt að í þetta sinn yrði þetta auðvelt. Hún hafði hins vegar rangt fyrir sér og hefði viljað ganga sjálf með barnið ef hún gæti. 

mbl.is