Lét eins og hún væri dáin

Meryl Streep hefur lent í ofbeldi eins og svo margir ...
Meryl Streep hefur lent í ofbeldi eins og svo margir aðrir. mbl.is/AFP

Leikkonan Meryl Streep hélt erindi þegar blaðamannaverðlaun voru veitt í New York. Hún þakkaði blaðamönnum fyrir hugrekki sitt en mikið hefur verið skrifað um ofbeldi í kvikmyndaiðnaðnum á síðustu vikum. Sjálf veit hún sitthvað um ofbeldi. 

Hún þakkaði eðlishvöt sinni fyrir hvernig fór í þeim tilvikum sem hún þurfti að kljást við ofbeldi. ABC greinir frá því að í annað skiptið sagðist hún hafa leikið sig dána þangað til látunum lauk. Hún segir að það hafi verið eins og að horfa á sig ofan frá þegar hún var lamin. 

Í annað sinn varð hún vitni þegar önnur manneskja varð fyrir ofbeldi. Hún segist hafa orðið svo brjáluð að hún hljóp á eftir óþokkanum þannig að hann lét sig hverfa. 

Streep segir að þessi lífsreynsla hafi breytt henni og segir að konur séu meðvitaðar um það þegar þær fara á hættulega staði. Hún segir þær gera ráð fyrir hættum, þær búist við þeim. Þær séu með gott viðbragð og horfi vel í kringum sig. Þær heyri betur, finni lykt betur og taki betur eftir smáatriðum. 

Meryl Streep.
Meryl Streep. mbl.is/AFP
mbl.is