Beyonce stal senunni í brúðkaupi Williams

Beyonce skartaði vöffluðu síðu hári í brúðkaupsveislu Serenu Williams og ...
Beyonce skartaði vöffluðu síðu hári í brúðkaupsveislu Serenu Williams og Alexis Ohanian. Ljósmynd/Instagram

Tennisstjarnan Serena Williams gekk að eiga unnusta sinn, Alexis Ohanian, síðastliðinn fimmtudag. Tennis spilaði óhjákvæmilega stóran hluta í veislunni og fóru veislugestir til að mynda heim með litla verðlaunagripi. 

Athöfnin fór fram með pomp og prakt í Nýlistasafninu í New Orleans. Gestalistinn var heldur ekki af verri endanum en meðal gesta voru Kim Kardashian, Eva Longoria, Jay-Z og Beyonce. 

Svo virðist sem hin síðastnefnda hafi stolið senunni, en það er að minnsta kosti mat slúðurmiðla vestanhafs

Beyonce skartaði „vöffluðu“ hári alveg niður á rass og svo virðist sem hún hafi stolið athyglinni af brúðinni, að minnsta kosti um stund. 

En þá er það stóra spurningin: Eru vöfflur komnar aftur í tísku? 

Eru vöfflurnark komnar aftur?
Eru vöfflurnark komnar aftur? Ljósmynd/Instagram
mbl.is