Enn og aftur í flegnu niður á maga

Heidi Klum var að sjálfsögðu mætt í flegnum kjól á ...
Heidi Klum var að sjálfsögðu mætt í flegnum kjól á Bandarísku tónlistarverðlaunin. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er vön því að stela senunni og það gerði hún enn og aftur þegar hún mætti í flegnum kjól á Bandarísku tónlistarverðlaunin í gær. 

Fáir mættu í eins flegnu og Klum en kjóllinn sem hún klæddist var fleginn niður á maga auk þess sem kjóllinn var vel opinn í bakið. Flegin föt eru að verða einkennismerki fyrirsætunnar sem nýtir nánast hvert tækifæri til þess að klæðast flegnu. 

Heidi Klum.
Heidi Klum. mbl.is/AFP

Í september klæddist hún eftirminnilega rauðum samfestingi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Samfestingurinn var opinn niður að nafla. 

Heidi Klum í samfestingnum góða.
Heidi Klum í samfestingnum góða. mbl.is/AFP
Heidi Klum í október.
Heidi Klum í október. mbl.is/AFP
mbl.is