Ford kom ókunnugri konu til hjálpar

Harrison Ford situr ekki og horfir á þegar aðrir eru ...
Harrison Ford situr ekki og horfir á þegar aðrir eru í vanda. mbl.is/AFP

Harrison Ford kemur ekki bara fólki til bjargar á hvíta tjaldinu en leikarinn kom konu til hjálpar í gær, sunnudag þar sem hún keyrði út af. 

Samkvæmt TMZ var Ford fyrir aftan konuna þegar hún missti stjórn á bílnum og keyrði út af og stoppaði í brekku. Ford er sagður hafa stöðvað bíl sinn og flýtt sér til konunnar ásamt fleira fólki sem kom að slysinu. Leikarinn hjálpaði konunni út úr bílnum á meðan beðið var eftir sjúkraflutningamönnum. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ford leggur sig fram við að aðstoða samborgara sína en ekki er langt síðan hanna stjórnaði umferð úti á götu í New York. 

Harrison Ford.
Harrison Ford. mbl.is/AFP
mbl.is