Beyoncé sú launahæsta

Beyoncé er græðir vel á tónlistinni.
Beyoncé er græðir vel á tónlistinni. mbl.is/AFP

Forbes setti saman lista af tíu launahæstu konunum í tónlistariðnaðnum. Að sjálfsögðu var Beyoncé á toppnum en hún græddi 105 milljónir dollara fyrir skatt frá 1. júní 2016 til 1. júní 2017 eða tæpa 11 milljarða íslenskra króna. 

Þetta tímabil var viðburðaríkt hjá Beyoncé en sjötta platan hennar, Lemonade, kom út í apríl 2016 og söngkonan fór í langt tónleikaferðalag, Formation World Tour. Ekki nóg með það að ganga vel í starfi þá varð söngkonan ólétt af tvíburum sem hún eignaðist í sumar. 

Adele gekk vel á síðasta ári.
Adele gekk vel á síðasta ári. mbl.is/AFP

Adele var í öðru sæti en hún hafði eftirminnilega betur en Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í ár þegar hún fékk verðlaun fyrir bestu plötu ársins. Adele komst þó ekki með tærnar þar sem Beyoncé var með hælana en hún græddi 69 milljónir dollara. 

Taylor Swift var í þriðja sæti með 44 milljónir dollara og Celine Dion í því fjórða með 42 milljónir dollara. Jennifer Lopez var í því fimmta með 38 milljónir dollara og gamla brýnið Dolly Parton var sjötta launahæsta með 37 milljónir dollara. Önnur eldri kona var síðan síðust inn á topp tíu en það var hin 75 ára Barbra Streisand með 30 milljónir dollara. 

Dolly Parton.
Dolly Parton. mbl.is/Bang
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant