Mætt aftur ári eftir barnsburð

Candice Swanepoel eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári.
Candice Swanepoel eignaðist sitt fyrsta barn fyrir ári. mbl.is/AFP

Suður-afríska fyrirsætan Candice Swanepoel var mætt aftur á tískusýningu Victoria's Secret aðeins rétt rúmu ári eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn. 

Fyrirsætan leit glæsilega út þar sem hún gekk tískupallinum í skrautlegum undirfötum frá nærfatamerkinu. Swanepoel gat ekki verið með í fyrra enda hafði hún eignast barn nokkrum vikum áður. 

Fyrirsætan sem er 29 ára eignaðist son 5. október í fyrra með unnusta sínum Hermanni Nicoli. Nicoli sem er frá Brasilíu er einnig fyrirsæta en hjónaleysin hafa verið saman síðan Swanepoel var aðeins 17 ára. 

Candice Swanepoel.
Candice Swanepoel. mbl.is/AFP
mbl.is