Skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið

Robbie Williams er að gefa út ævisögu sína.
Robbie Williams er að gefa út ævisögu sína. mbl.is/AFP

Það er stundum sagt að nekt selji og svo virðist sem að tónlistarmaðurinn Robbie Williams hafi tileinkað sér það sölutrix. Tónlistamðurinn gengur ansi langt til þess að selja ævisögu sína. 

Ævisagan ber heitið Reveal og ákvað því Williams að sýna næstum allan líkama sinn. Á mynd sem hann birti á Instagram er hann nakin en heldur bókinni fyrir sínu allra heilagasta. Nú er bara að bíða og sjá hvort  bókin seljist eitthvað betur eftir þessa opinberun. 

Þetta er ekki fyrsta ævisaga Williams sem er þó bara 43 ára. Fyrir 12 árum kom út bókin Feel sem fjallaði um hvernig Williams skaust upp á stjörnuhimininn. Mikið vatn er runnið til sjávar síðan þá og er Williams búinn að gefa út sex plötur og búin að syngja aftur með gömlu hljómsveitinni sinni, Take That. 

Always revealing too much 😉

A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) on Nov 19, 2017 at 1:56am PST

mbl.is