26 ára og búin að frysta egg sín

Rita Ora er búin að gera ráðstafanir fyrir framtíðina.
Rita Ora er búin að gera ráðstafanir fyrir framtíðina. mbl.is/AFP

Söngkonan Rita Ora er bara 26 ára en lét þó frysta egg sín fyrir nokkrum árum. Hún segist ekki ætla taka neina áhættu þegar kemur að frjósemi og langar til þess að eiga stóra fjölskyldu. 

Daily Mail greinir frá því að Ora gerði þessar ráðstafanir þegar hún var rétt komin yfir tvítug eftir að læknir mælti með því að hún myndi láta frysta egg sín. Læknirinn sagði að hún væri heilsuhraust og ef hún gerði þetta núna þyrfti hún aldrei að hafa áhyggjur.  

Ora segir að kannski sé einhver sem finnist hún vera ung en hún hafi bara viljað vera örugg. „Kannski er þetta ég að vera klikkuð,“ sagði Ora. 

Rita Ora.
Rita Ora. mbl.is/AFP
mbl.is