Yngist Pricilla Presley með árunum?

Priscilla Presley lítur ekki út fyrir að vera 72 ára.
Priscilla Presley lítur ekki út fyrir að vera 72 ára. skjáskot/Lorraine

Priscilla Presley er orðin 72 ára en virðist þó ekki vera mikið eldri en fertug. Presley kom áhorfendum spjallþáttarins Lorraine á óvart með unglegu útlit sínu. 

Presley sem er að aðallega fræg fyrir að hafa verið gift sjálfum Elvis Presley virðist hreinlega yngjast með árunum. The Sun greinir frá því að Priscilla hafi sagt margt áhugavert í þættinum um samband sitt við Elvis en útlit hennar hafi stolið senunni. 

Priscilla Presley eldist líklega alveg eins og aðrar konur sem komnar eru yfir sjötugt og er líklegt að hrukkuleysið sé lýtaaðgerðum að þakka. Hún hefur meðal annars lent í vandræðum vegna þess en árið 2003 sprautaði maður hana sem ekki hafði læknaréttindi með efni sem átti að virka betur en Botox en reyndist ólöglegt og skaðlegt. 

mbl.is