30 mínútna flugeldasýning

Danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir fékk krefjandi verkefni í hendurnar í vor þegar hún var beðin um að vera listrænn stjórnandi 30 mínútna langrar flugeldasýningar á La Mercé-listahátíðinni í Barcelona í haust. mbl.is sýnir hér fyrstu myndskeiðin sem hafa birst af sýningunni hér á landi.

Umfang sýningarinnar var mun meira en Sigríður Soffía hafði áður kynnst en hún hefur stýrt þremur flugeldasýningum í samstarfi við Hjálparsveit skáta á Menningarnótt. Meðal annars fékk hún að nota „Watershells“ sem eru sprengjur sem er varpað á vatn og springa við snertingu við vatnsflötinn og má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is hitti Sigríði Soffíu og ræddi við hana um verkefnið en talið er að um 2 milljónir manns hafi fylgst með þegar kveikt var upp í flugeldunum á Barceloneta-ströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler