Fimmtán ólíkar bækur tilnefndar

Kristín Eiríksdóttir
Kristín Eiríksdóttir mbl.is/Golli

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 voru kynntar í 29. sinn við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum nú á sjötta tímanum. Tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, fræðibóka og rita almenns efnis og fagurbókmennta, en fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki.

Formenn dómnefndanna þriggja, sem valið hafa tilnefningarnar, munu í framhaldinu koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent á Bessastöðum um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:

  • Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Hemsdal og Kalle Güettler 
  • Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur 
  • Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring 
  • Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur 
  • Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson


Dómnefnd skipuðu Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Ævar Þór Benedigtsson
Ævar Þór Benedigtsson mbl.is/Árni Sæberg


Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: 

  • Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874. Ritstjórar eru Karl Aspelund og Terry Gunnell
  • Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
  • Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010. Ritstjóri er Sumarliði R. Ísleifsson
  • Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Þóru Jökulsdóttur
  • Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld eftir Vilhelm Vilhelmsson

Dómnefnd skipuðu Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.

Steinunn Kristjánsdóttir
Steinunn Kristjánsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Tilnefningar í flokki fagurbókmennta:

  • Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur 
  • Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson 
  • Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur 
  • Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur 
  • Handbók um minni og gleymsku eftir Ragnar Helgi Ólafsson


Dómnefnd skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.

Kristín Ómarsdóttir
Kristín Ómarsdóttir mbl.is/Ómar



Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda voru í ár lögð fram 38 verk í flokki fræðibóka og rita almenns efnis; 25 verk í flokki barna- og ungmennabóka og 47 verk í flokki fagurbókmennta.

Jón Kalman Stefánsson
Jón Kalman Stefánsson mbl.is/Einar Falur
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson