Sex ára með 500 þúsund fylgjendur

Anastasia Knyazeva
Anastasia Knyazeva Ljósmynd/Instagram

Anastasia Knyazeva er sex ára gömul rússnesk stúlka sem þykir forkunnarfögur. Hún virðist vera að feta í fótspor frönsku fyrirsætunnar Thylane Blondeau sem hefur þótt fallegasta stúlka í heimi. Nú virðist kyndillinn vera kominn til Rússlands. 

Knyazeva hefur heillað heimsbyggðina með fallegu bláu augunum og þvertoppnum og er hún með rúmlega 500.000 fylgjendur á Instagram. Móðir hennar er heilinn á bak við Instagram-síðuna og er skráð fyrir henni. En það breytir því ekki að barnið laðar að. 

Þessi sex ára stúlka hefur setið fyrir hjá frægum tískuhúsum eins og Russian brand Chobi Kids en hún er á samningi hjá President Kids Management. Þessi sex ára dama var andlit Little Miss Aoki sem er frægt lúxusmerki.

Þegar skrollað er í gegnum Instagram-síðuna hér fyrir sést að engu er logið um fegurð stúlkunnar. 

Фото 📸 @yanachuvalova Makeup & hair 💄 @anloginova_makeup Style 👚 @sophie_suru #анастасиякнязева #anastasiyaknyazeva #новаяприческа #красиваядевочка #красотка #красивыеглаза #детимодели

A post shared by Anna Knyazeva (@anna_knyazeva_official) on Nov 29, 2017 at 2:27am PST

mbl.is