Arnaldur kominn á toppinn

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. mbl.is/Árni Sæberg

Arnaldur Indriðason er kominn í toppsætið yfir mest seldu bækur vikunnar samkvæmt metsölulista vikunnar. Bókin hans Myrkrið veit er á toppnum en fast á hæla hans fylgir Amma best eftir Gunnar Helgason. Bók Sólrúnar Diego fer úr efsta sæti niður í það þriðja.

Yrsa Sigurðardóttir.
Yrsa Sigurðardóttir. mbl.is/Stella Andrea

Í síðustu viku var Heima eftir Sólrúnu Diego efst á listanum en Arnaldur og Yrsa komu þar næst á eftir. Sólrún fellur hins vegar úr efsta sætinu þessa vikuna.

Met­sölu­list­inn er gef­inn út af Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­anda: 

1. Myrkrið veit – Arn­ald­ur Indriðason

2. Amma best – Gunn­ar Helga­son

3. Heima – Sól­rún Diego

4. Gatið – Yrsa Sigurðardóttir

5. Útkall, reiðarslag í Eyjum – Óttar Sveinsson

6. Þitt eigið æv­in­týri – Ævar Þór Bene­dikts­son

7. Sönglögin okkar  Ýmsir / Jón Ólafsson

8. Mistur – Ragnar Jónasson

9. Jól með Láru – Birgitta Haukdal

10. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson

mbl.is