„Ekki nógu mjó, ekki nógu sæt“

Ferill Meghan Markle var ekki alltaf dans á rósum.
Ferill Meghan Markle var ekki alltaf dans á rósum. mbl.is/AFP

Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á leikkonunni Meghan Markle síðustu daga eftir að hún og Harry Bretaprins opinberuðu trúlofun sína í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera fara giftast inn í bresku konungfjölskylduna þurfti Meghan að vinna fyrir frægð sinni og var lífið ekki alltaf dans á rósum. 

Tímaritið Darling rifjaði upp grein sem Meghan skrifaði fyrir tímaritið fyrir nokkrum árum en þar er hún þakklát fyrir að hafa hitt April Webster, konu sem sá um leikaraval, sem hjálpaði henni mikið. Á þessum tíma efaðist Meghan um sjálfa sig en Webster sá það og sagði henni að hún væri nóg. 

Hún segir í grein sinni að bransinn hafi dæmt hana fyrir það sem hún var og það sem hún var ekki. „Ekki nógu mjó, ekki nógu sæt, ekki nógu þjóðleg en líka of mjó, of þjóðleg, of sæt strax næsta dag,“ skrifaði Meghan. 

Meghan sem þurfti að bíða lengi eftir stóra tækifærinu langaði til að hætta þessu öll. Hins vegar hafði hún lagt svo mikið á sig til þess að láta leikkonudrauminn rætast að hún gat ekki hætt við. Að lokum fékk hún hlutverk í Suits og þátturinn fór í framleiðslu og sló í gegn. Hlutverkið breytti ekki bara ferli Meghan heldur líka lífi hennar eins og hún segir í greininni. 

Meghan Markle með unnusta sínum Harry Bretaprins.
Meghan Markle með unnusta sínum Harry Bretaprins. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson