Fór heim með 13 sólgleraugu ein síns liðs

Katie Holmes lét sig ekki vanta.
Katie Holmes lét sig ekki vanta. mbl.is/AFP

Leikkonan Katie Holmes kom sínum heittelskaða Jamie Foxx á óvart þar sem leikarinn hélt uppi stuðinu í gleraugnaverslun. Leikkonan er sögð hafa sleppt því að gera boð á undan sér og mætti til sýna kærastanum áhuga. 

Page Six segir að hún hafi farið heim með hvorki meira né minna en 13 sólgleraugu. Foxx sér ekki sólina fyrir Holme að minnsta kosti tók hann sér hlé frá því að þreyta skífum til þess að vera með leikkonunni. Holmes skildi síðan kærastan eftir og fór heim án hans enda átti hann ef til vill eftir að spila tónlist lengur. 

Fréttir bárust af sambandi leikaranna fyrr á árinu en þau höfðu leynt sambandi sínu í nokkurn tíma og vilja sumir meina að ástæðan hafi verið skilnaðarsáttmáli Holmes og Tom Cruise. 

Katie Holmes og Jamie Foxx.
Katie Holmes og Jamie Foxx. Samsett mynd
mbl.is