Reyndi að líkjast Angelinu Jolie

Sahar Tabar minnir á Angelinu Jolie.
Sahar Tabar minnir á Angelinu Jolie. skjáskot/Instagram

Sahar Tabar frá Íran er mikill aðdáandi Angelinu Jolie. Tabar birti myndir af sér á Instagram þar sem hún líkist leikkonunni. Hún var sögð hafa farið í 50 lýtaaðgerðir til þess að líta út eins og leikkonan en hefur nú tekið það til baka.  

Mirror greinir frá því að Tabar sem er 19 ára hafi viðurkennt að sagan um lýtaaðgerðirnar væru lygi en fréttir bárust af lýtaaðgerðunum út um allan heim. Til þess að ná ná fram til dæmis kinnbeinunum notaði hún Photoshop og förðun. Tabar sagðist einnig hafa farið í megrun til þess að verða aðeins 40 kíló og líkjast þar með leikkonunni. 

Þrátt fyrir að einhverjir hafa viljað meina að hún liti út eins og lík úr mynd eftir Tim Burton þá vissulega náði Tabar að draga fram helstu einkenni Jolie eins og varirnar, kinnbeinin og grannan líkamann. 

Sahar Tabar segist ekki hafa farið í aðgerðir til þess ...
Sahar Tabar segist ekki hafa farið í aðgerðir til þess að líkjast Angelinu Jolie. skjáskot/Instagram
Angelina Jolie.
Angelina Jolie. mbl.is/AFP
mbl.is