Risastórt hljóðfæri

Kórstjórnendurnir þrír, Gúðrún Árný Guðmundsdóttir, Margrét Pálmadóttir og Sigríður Soffía …
Kórstjórnendurnir þrír, Gúðrún Árný Guðmundsdóttir, Margrét Pálmadóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir, slógu á létta strengi á æfingu með kórum Domus vox í síðustu viku. Haraldur Jónasson / Hari

Árlegir aðventutónleikar kóra Domus vox verða haldnir í kvöld kl. 20 í Hallgrímskirkju. Kórarnir sem taka þátt í tónleikunum eru Vox feminae, Cantabile, Aurora og Stúlknakór Reykjavíkur. Listrænn stjórnandi tóneikanna er Margrét J. Pálmadóttir og hefur hún staðið fyrir aðventutónleikum í kirkjunni árlega allt frá árinu 1993 og verða þetta því 25. tónleikarnir í kirkjunni.

Margrét mun stjórna kórunum ásamt Guðrúnu Árnýju Guðmundsdóttur og Sigríði Soffíu Hafliðadóttur. Sigrún Pálmadóttir sópran syngur einsöng og hljómsveit skipa Arnhildur Valgarðsdóttir á orgel, Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Elísabet Waage á hörpu, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á selló og Baldvin Oddsson á trompet.

Býður upp á draumahljóminn

Í stúlknakórnum eru stúlkur upp að 18 ára aldri og í Auroru stúlkur og konur á aldrinum 18 ára til 26 ára. Í Cantabile eru konur yfir fimmtugu og í Vox feminae reyndar söngkonur og margar hverjar sönglærðar. Margrét er stofnandi allra kóranna fjögurra og listrænn stjórnandi.

„Það eru 145 stúlkur í starfinu og síðan 75 konur,“ segir Margrét um þennan mikla kvennafjölda og að yngstu stúlkurnar séu þegar búnar að halda tónleika. Á tónleikunum í kvöld muni því um 170 stúlkur og konur syngja. „Hallgrímskirkja býður okkur upp á draumahljóminn, þ.e.a.s. þennan hljóm sem gaman er að flytja a capella tónlist í og hátíðlega tónlist,“ segir hún. Reyndustu kórarnir muni hefja dagskrána, Vox feminae fyrst og Aurora og svo Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur. „Þetta er ekki hugsað sem sýnishorn fyrir hvern kór heldur er dagskráin algjörlega heildræn og við endum saman á „Heims um ból“ og öllu þessu hátíðlega,“ segir Margrét um fyrirkomulagið. „Þetta er risastórt hljóðfæri,“ segir hún um kórana í heild og að yngsta söngkonan sé níu ára og sú elsta um áttrætt. „Það er líka dálítið fallegt að sjá þrjár kynslóðir koma saman; mömmuna, ömmuna og barnabarnið. Það eru nokkur dæmi um slíkt og alveg sérstaklega fallegt,“ bætir Margrét við.

Leitin að andanum

Margrét segir samstöðu, kærleik og vináttu einkenna tónleikana og spurð að því hvort einhver sérstaklega krefjandi verk séu á efnisskránni segir Margrét svo ekki vera en nefnir þó fallega og sérstaka yoik-útsetningu á „Fögur er foldin“. Margrét gefur blaðamanni tóndæmi. „Það er ekki beint krefjandi en öðruvísi í magnaðri a capella-útsetningu,“ segir hún. „Þetta er þessi norræni steppustíll,“ útskýrir hún.

Í fyrri hluta tónleikanna verður farið allt aftur til endurreisnar en í þeim seinni verða nýrri og þekktari lög, m.a. „Vindur, dansaðu vindur“. Margrét segir efnisskrána alla með trúarlegu ívafi eða tilfinningu fyrir æðri máttarvöldum. „Leitin að andanum því það skiptir máli í dagsins önn að þú finnir fyrir einhverjum anda í lífinu og sért ekki bara að hugsa um jólagjafir og skreytingar heldur líka þennan mikla náungakærleik sem þú leitar bara að í sálu þinni, finnst mér,“ segir hún.

Viðtalið í heild má finna í Morgunblaðinu í dag, 6. desember 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson