Sverrir í Hollywood-stórmynd

Sverrir Guðnason mun bregða sér í hlutverk Mikael Blomquist.
Sverrir Guðnason mun bregða sér í hlutverk Mikael Blomquist.

Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason mun fara með hlutverk Mikael Blomquist í myndinni The Girl in the Spider's Web. Það var enginn annar en sjálfur Daniel Craig sem fór með hlutverkið fyrsta Hollywood-myndin var gerð eftir Millenium-þríleiknum en áður höfðu myndirnar verið gerðar í Svíþjóð. 

Umboðsmaður Sverris staðfesti fréttirnar samkvæmt Aftonbladet en myndirnar eru hluti af Millenium-þríleiknum eftir sænska rithöfundinn Stieg Larsson. Sjálfur hefur Sverrir alið manninn í Svíþjóð svo hann þekkir án efa upprunalegu bækurnar.

Segja má að hlutverk Blomquist sé eitt það stærsta á ferli Sverris en hann vakti athygli víða fyrr á árinu fyrir að leika tennisgoðsögnina Björn Borg á móti Shia LaBeouf í Borg vs. McEnroe.

Crown-stjarnan Claire Foy mun leika á móti Sverri í myndinni en hún mun fara með hlutverk Lisbeth Salander. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í október á næsta ári. 

Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason í Borg vs. McEnroe.
Shia LaBeouf og Sverrir Guðnason í Borg vs. McEnroe.
mbl.is