Fergie sagði skilið við eiturlyfin

Fergie náði sér upp úr eiturlyfjaneyslu.
Fergie náði sér upp úr eiturlyfjaneyslu. mbl.is/AFP

Söngkonan Fergie er með mörg járn í eldinum, er nýskilin við eiginmann sinn og er að gefa út sólóplötu. Fyrir einhverjum árum hefði hún ef til vill ekki höndlað allt þetta í einu enda glímdi hún við eiturlyfjafíkn áður en hún varð fræg með hljómsveitinni Black Eyed Peas. 

Í viðtali við iNews segist Fergie hafa séð ofsjónir dagsdaglega. Efnin virkuðu á heilann hennar ári eftir að hún hætti á eiturlyfjunum. Hún segist bara hafa setið og séð fyrir sér býflugur eða kanínur. Ofskynjanirnar voru svo slæmar að hún hélt að bandaríska leyniþjónustan væri á eftir sér. 

Fergie segir að neyslan hafi verið skemmtileg til að byrja með en svo breyttist það. „En veistu hvað, ég þakka fyrir þann dag sem þetta gerðist fyrir mig. Af því að það er styrkur minn, trú mín, von mín fyrir einhverju betra,“ sagði Fergie sem heldur betur sneri við blaðinu. 

Fergie.
Fergie. mbl.is/AFP
mbl.is