„Fleiri geti notið“

Tvö verk eftir Huldu Hákon, annars vegar Álftir (til vinstri) …
Tvö verk eftir Huldu Hákon, annars vegar Álftir (til vinstri) og hins vegar Beneath a Starlit Sky eða Undir stirndum himni (til hægri).

„Mig hefur lengi langað í listaverk eftir Huldu Hákon eða Steingrím Eyfjörð en áttaði mig á því fyrir nokkrum árum – eða réttara sagt, sætti mig við þá staðreynd – að ég gæti ekki leyft mér slíka fjárfestingu, allavega ekki í nánustu framtíð,“ segir María E. Panduro, stofnandi og listrænn stjórnandi Reykjavík Print, sem fyrst var kynnt á Hönnunarmars 2017 á hönnunarstofunni Karousel. 

„Ég hef unnið sem grafískur hönnuður í prentgeiranum í nærri 20 ár og ákvað sl. sumar að láta reyna á þann möguleika að gefa út, í nánu samstarfi við listamennina, vönduð prent af völdum verkum þeirra. Þetta eru sem sagt ýmist fjögurra eða fimm lita prent valinna listaverka, í flestum tilfellum seldra verka og þar af leiðandi er nær ómögulegt að eignast þau nema í þessu formi. Hugmyndin er sú að fleiri geti notið þessara verka í formi verðmætra prenta – og án þess að skerða verðmæti orginalsins á nokkurn hátt. Eiginlega þvert á móti.“

Reykjavík Print selur þrjú verk eftir Huldu annars vegar og Steingrím hins vegar auk verka eftir Sindra Freysson, Dag Jóhannesson og Donal Boyd. „Hver mynd er í takmörkuðu upplagi, prentuð á þykkan umhverfisvænan pappír, árituð og númeruð,“ segir María, en eftirprentin af myndum Huldu og Steingríms eru gefin út í 200 eintökum, enda ekki aðeins ætluð fyrir íslenskan markað.

„Í ljósi þess að Listasafn Íslands á verk eftir bæði Huldu og Steingrím fannst okkur safnbúð listasafnsins vera rétti staðurinn fyrir söluna á listprentunum, en safnbúð Listasafns Íslands er eina verslunin sem selur verkin, en einnig fást þau á vefnum okkar,“ segir María og bendir á að sérstök kynning verði í Listasafni Íslands í dag, fimmtudag, kl. 16 til að kynna nýja samstarfið. Þar kynna Hulda og Steingrímur verk sín og Sindri les ljóð. Nánari upplýsingar eru á: reykjavikprint.com.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson